Veitingastaðir á Húsavík

Hvort sem þú vilt fara fínt út að borða eða seðja hungrið fljótt og vel finnur þú rétta staðinn á Húsavík.

Salka
Salka er eitt sögufrægasta hús á Húsavík en þar var Kaupfélag Þingeyinga áður með rekstur. Salka býður upp á matreiðslu úr hinu þekkta þingeyska matarbúri og leggur þar með áherslu á að nota besta mögulega hráefni hverju sinni í notalegu og afslappandi andrúmslofti veitingastaðarins.

Gamli Baukur
Gamli Baukur er veitingastaður við Höfnina á Húsavík. Þar er boðið upp á bæði innlenda matargerð og alþjóðlega rétti. Ferskur fiskur og fallegt útsýni yfir höfnina sem er aðal lífæð bæjarins gera það að borða á Gamla Bauk að sannkallaðri upplifun.

Moby Dick
Moby Dick er staðsettur á Fosshótel Húsavík sem er um 250 metra frá höfninni. Veitingastaðurinn er í þægilegu umhverfi og býður upp á alla helstu rétti.

Naustið

Naustið er fjölskyldurekinn veitingastaður staðsettur í miðbæ Húsavíkur.

 

Frekari upplýsingar